top of page
Hvað er markþjálfun?
Markþjálfun er samtalsform þar sem möguleikar framtíðarinnar eru kannaðir og gengur samtalið út á það að sá sem þiggur markþjálfun finnur sín eigin svör og lausnir við sínu eigin viðfangsefni.
Samtalið aðstoðar einstaklinginn við það að nýta sinn eiginn mátt til framfara í eigin lífi.
Hægt er að nýta markþjálfunarsamtal til þess að átta sig betur á eigin gildum, hvert skal stefna í lífinu, til þess að komast yfir hindranir sem standa í vegi fyrir þér og þínum draumum, öðlast skýrari framtíðarsýn og margt fleira.
bottom of page